Óttast kreppuverðbólgu vestanhafs

Aukið atvinnuleysi samhliða þenslu neysluverðs horfir við bandaríska hagkerfinu. Slíkt ástand, sem kallast kreppuverðbólga, hefur ekki sést þar síðan á áttunda áratugnum.

Í síðustu viku náði fjögurra vikna meðaltal atvinnubótaumsókna hæsta gildi síðan í október 2005.

„Samdrátturinn gefur til kynna að í stað þess að sleppa bara nýjum ráðningum eru fyrirtæki farin að segja upp fólki,“ segir hagfræðingur Lehman Brothers í samtali við Wall Street Journal. Þá hefur þeim einnig fjölgað sem leita bóta í meira en eina viku. Atvinnuleysi einstaklinga með tryggingu mælist nú 2,1%.

Eins og Morgunblaðið greindi frá nýlega lækkaði bandaríski seðlabankinn hagvaxtarhorfur komandi árs um hálft prósentustig á fundi sínum í lok janúar. Ástæðan er áframhaldandi lækkun á fasteignaverði, krappari lánakjör og hækkandi olíuverð. Bankinn spáir nú 1,3-2% hagvexti en varar við enn verri útkomu.

Fjárfestar sáu tíðindin sem vísbendingu um lækkun stýrivaxta til að örva hagkerfið. Fyrst eftir að fregnirnar bárust hækkuðu því hlutabréfavísitölur.

Nær þriðjungur markaðssérfræðinga sem Bloomberg leitaði til telur að bandaríski seðlabankinn muni lækka stýrivexti sína um 0,75 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun, 18. mars. Fyrir aðeins viku töldu aðeins 7,5% aðspurðra að lækkunin yrði svo mikil. Um helmingur bandarísku greinendanna er þó sannfærður um að lækkunin verði aðeins 0,5 prósentustig. Stýrivextir í Bandaríkjunum eru 3%.

Verðbólgan er nú 4,3% og nálgast 16 ára met. Í janúar hækkaði verðvísitalan um 0,4%, að undanskildu vaxandi matvæla- og orkuverði nam hækkunin 0,3%. Menntun, heilsugæsla, fatnaður og hótel eru nefndir helstu áhrifavaldar.

Í hnotskurn

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK