Sektað fyrir samkeppnishindrandi aðgerðir á gasmarkaði

Stofnun sem fer með orkumál í Bretlandi (Ofgem) hefur sektað breska landsnetið (National Grid) um 41,6 milljónir punda, tæpa 5,5 milljarða króna, fyrir að takmarka samkeppni á innlendum gasmarkaði.

Í tilkynningu frá Ofgem kemur fram að National Grid, sem á um 99% af öllum gasmælum í Bretlandi, hafi í nokkrum tilvikum hindrað samkeppnisaðila í að skipta út mælum sem eru í eigu National Grid fyrir ódýrari og fullkomnari mæla. Er þetta hæsta sekt sem Ofgem hefur lagt á fyrirtæki.

Að sögn yfirmanns Ofgem, John Mogg, hefur National Grid komið í veg fyrir samkeppni á gasmarkaði með aðgerðum sínum og um leið skaðað neytendur.

National Grid neitar því að félagið hafi gert eitthvað rangt og hyggst áfrýja úrskurði Ofgem.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK