Vænlegast fyrir Ísland að ganga í ESB

Reuters

Vænlegast er fyrir Íslendinga, þegar til lengri tíma er litið, að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Þetta er mat þýska bankans Dresdner Kleinwort, sem sagt var frá í fréttum Útvarpsins í dag.

Í skýrslu frá bankanum segir að sjálfkrafa evruvæðing sé þegar hafin hér á landi. Fyrirtæki vilji gera upp í evrum og skrá hlutafé í evrum. Launþegar geti fengið hluta launa greiddan í evrum og sífellt fleiri taki lán í erlendri mynt.

Erfitt sé að snúa þessari þróun við og því brýnt að stjórnvöld móti trúverðuga og heildstæða stefnu til framtíðar. Verði það ekki sé efnahagslegum stöðugleika stefnt í voða og lánshæfismat gæti lækkað.

Bankinn fer yfir nokkrar leiðir, sem Íslandi væru færar og segir þá vænlegust að ganga í Evrópusambandið og Myntbandalag Evrópu. Þetta sé besti kosturinn þrátt fyrir langvarandi ágreining við ESB um fiskveiðikvóta. Haldi stjórnmálamenn vel á málum gæti Ísland fengið inngöngu í ESB að 4 til 5 árum liðnum. Með því að hefja strax aðildarviðræður gæti það dregið stórlega úr hættunni á fjármálakreppu vegna þess lausafjárskorts sem nú er. Þá myndi lánshæfismat líklega hækka.

« Til baka
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK