Hlutabréfavísitölur hækkuðu í Bandaríkjunum eftir að viðskipti hófust með hlutabréf í dag. Er það rakið til tilkynningar Visa um að stefnt væri á hlutabréfaútboð til almennings (IPO) en talið er að alls geti safnast yfir 18 milljarðar dala í útboðinu.
Ekki kemur fram í tilkynningu Visa hvenær útboðið mun fara fram en það gæti orðið það stærsta í sögu Wall Street.
Þegar forsvarsmenn fyrirtækis hafa tekið ákvörðun um að fara á almennan hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum hefst ákveðið ferli sem stendur fram að skráningu hlutabréfa fyrirtækisins. Þetta er það sem á ensku er kallað IPO Process (IPO = Initial Public Offering)