Brýnt að grípa strax til aðgerða vegna bankanna

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

„Sú hætta steðjar nú að hag­kerf­inu að ís­lensku bönk­un­um gangi illa að afla þess fjár­magns sem þeir þurfa vegna starf­semi sinn­ar á næsta ári. Ef ekk­ert breyt­ist til hins betra á fjár­magns­markaði og ekki tekst að auka traust er­lendra markaðsaðila verður fjár­mögn­un bank­anna óheyri­lega dýr eða í versta falli ómögu­leg,“ segja tveir ung­ir þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins, Bjarni Bene­dikts­son og Ill­ugi Gunn­ars­son, í grein í Morg­un­blaðunu í dag.

Segja þeir að langvar­andi sam­drátt­ur hjá bönk­un­um yrði þjóðinni dýr­keypt­ur og lang­an tíma tæki að vinna til baka allt það sem tap­ast kynni. Því sé það eitt brýn­asta verk­efni stjórn­valda í sam­starfi við fjár­mála­fyr­ir­tæk­in að grípa til aðgerða.

Margt bendi til þess að fjár­mála­fyr­ir­tæk­in hafi farið helst til geyst á þeim tíma sem aðgang­ur að fjár­magni á alþjóðleg­um mörkuðum var greiður og mik­il­vægt sé fyr­ir stjórn­end­ur fjár­mála­fyr­ir­tækja að gera sér grein fyr­ir ábyrgð sinni og hlut­verki í stöðunni sem upp sé kom­in.

Meðal þeirra aðgerða sem Bjarni og Ill­ugi leggja til að skoðaðar verði er efl­ing Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og að tryggja að það geti sinnt eft­ir­lits­hlut­verki sínu í hlut­falli við vöxt fjár­mála­kerf­is­ins og lækk­un skatta á fyr­ir­tæki niður í 12%. Að auki segja þeir eng­in hald­bær rök fyr­ir því að ríkið verði jafn­virk­ur þátt­tak­andi á íbúðalána­markaði og verið hef­ur þó svo að ríkið þurfi áfram að koma að fé­lags­leg­um lausn­um í þeim efn­um. „Líta ber á nýja framtíðar­sýn fyr­ir íbúðalána­markaðinn sem mik­il­væg­an þátt í því að skapa fjár­mála­starf­semi á Íslandi heil­brigða um­gjörð og rekstr­ar­skil­yrði til framtíðar,“ seg­ir í grein­inni.

Inn­göngu í ESB og upp­töku evru segja þeir aug­ljós­lega ekki geta leyst þann vanda sem nú sé fyr­ir­sjá­an­leg­ur í fjár­mála­geir­an­um, enda tæki slíkt nokk­ur ár. „Umræða um ESB og evru er því ein­ung­is flótti frá því verk­efni sem við stönd­um nú frammi fyr­ir.“

Um Seðlabank­ann seg­ir að nú virðist svo komið að hann noti stýri­vexti fyrst og fremst til þess að halda gengi krón­unn­ar uppi og kom­ast hjá geng­is­falli og verðbólgu í kjöl­farið. Seðlabank­inn eigi að geta lagað stefnu sína að nú­ver­andi ástandi og á þann hátt aukið lík­urn­ar á því að hann nái því mark­miði sem er skil­greint að lög­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK