Brýnt að grípa strax til aðgerða vegna bankanna

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

„Sú hætta steðjar nú að hagkerfinu að íslensku bönkunum gangi illa að afla þess fjármagns sem þeir þurfa vegna starfsemi sinnar á næsta ári. Ef ekkert breytist til hins betra á fjármagnsmarkaði og ekki tekst að auka traust erlendra markaðsaðila verður fjármögnun bankanna óheyrilega dýr eða í versta falli ómöguleg,“ segja tveir ungir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson, í grein í Morgunblaðunu í dag.

Segja þeir að langvarandi samdráttur hjá bönkunum yrði þjóðinni dýrkeyptur og langan tíma tæki að vinna til baka allt það sem tapast kynni. Því sé það eitt brýnasta verkefni stjórnvalda í samstarfi við fjármálafyrirtækin að grípa til aðgerða.

Margt bendi til þess að fjármálafyrirtækin hafi farið helst til geyst á þeim tíma sem aðgangur að fjármagni á alþjóðlegum mörkuðum var greiður og mikilvægt sé fyrir stjórnendur fjármálafyrirtækja að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni og hlutverki í stöðunni sem upp sé komin.

Meðal þeirra aðgerða sem Bjarni og Illugi leggja til að skoðaðar verði er efling Fjármálaeftirlitsins og að tryggja að það geti sinnt eftirlitshlutverki sínu í hlutfalli við vöxt fjármálakerfisins og lækkun skatta á fyrirtæki niður í 12%. Að auki segja þeir engin haldbær rök fyrir því að ríkið verði jafnvirkur þátttakandi á íbúðalánamarkaði og verið hefur þó svo að ríkið þurfi áfram að koma að félagslegum lausnum í þeim efnum. „Líta ber á nýja framtíðarsýn fyrir íbúðalánamarkaðinn sem mikilvægan þátt í því að skapa fjármálastarfsemi á Íslandi heilbrigða umgjörð og rekstrarskilyrði til framtíðar,“ segir í greininni.

Inngöngu í ESB og upptöku evru segja þeir augljóslega ekki geta leyst þann vanda sem nú sé fyrirsjáanlegur í fjármálageiranum, enda tæki slíkt nokkur ár. „Umræða um ESB og evru er því einungis flótti frá því verkefni sem við stöndum nú frammi fyrir.“

Um Seðlabankann segir að nú virðist svo komið að hann noti stýrivexti fyrst og fremst til þess að halda gengi krónunnar uppi og komast hjá gengisfalli og verðbólgu í kjölfarið. Seðlabankinn eigi að geta lagað stefnu sína að núverandi ástandi og á þann hátt aukið líkurnar á því að hann nái því markmiði sem er skilgreint að lögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka