Segir hækkunina ekki hafa komið á óvart

Davíð Oddsson Seðlabankastjóri
Davíð Oddsson Seðlabankastjóri Árvakur/Ómar

Davíð Oddson seðlabankastjóri segir aðspurður að hækkun á vísitölu neysluverðs hafi ekki komið á óvart. Þetta hafi verið í samræmi við það sem Seðlabankinn hafi sagt á síðasta stýrivaxtarákvörðunardegi. Hann viðurkennir hins vegar að hækkunin hafi verið meiri en menn gerðu ráð fyrir.

„Þegar við tilkynntum okkar vaxtaákvarðanir síðast, sögðum við frá því að við byggjumst við því að verðbólguþróunin yrði óhagstæð til skemmri tíma, en það væri ekki vísbending um að hún væri það til lengri tíma. Þannig í sjálfu sér kom þetta ekki á óvart, þó að þetta hafi verið í hærri kantinum miðað við það sem við áttum von á,“ sagði Davíð og bætti við: „Við áttum von á vondri mælingu en ekki kannski nákvæmlega svona vondri, en það kemur til af því að útsöluáhrifin eru meiri, hækkun olíuverðs eru einnig meiri auk fleiri þátta,“ sagði Davíð í samtali við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK