Mikil viðskipti eru á skuldabréfamarkaði í morgun en nánast engin velta með hlutabréf í Kauphöll OMX á Íslandi. Skýrist þetta af mun meiri hækkun vísitölu neysluverðs en spáð var. Svo virðist sem fjárfesta séu að fara úr óverðtryggðum skuldabréfum yfir í verðtryggð þar sem þeir óttast viðbrögð Seðlabanka Íslands við aukinni verðbólgu.
Gengi krónunnar hefur styrkst um 0,9% það sem af er degi í rúmlega níu milljarða króna viðskiptum.
Það sem af er degi hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 0,98% en tæplega 600 milljón króna viðskipti eru á bak við hækkunina. Bréf Kaupþings hafa hækkað um 2,2% og Exista um 1,4% í sáralitlum viðskiptum.
Í Ósló hefur hlutabréfavísitalan hækkað um 1,4%, Kaupmannahöfn 0,2%, Stokkhólmi um 1,5% og Helsinki 1,2%, Samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur hækkað um 1,4%.