Tími kominn á nýjan mann

Almar Örn Hilmarsson, fráfarandi forstjóri Sterling.
Almar Örn Hilmarsson, fráfarandi forstjóri Sterling.

„Ég fer frá Sterl­ing með engri eft­ir­sjá,“ seg­ir Alm­ar Örn Hilm­ars­son sem læt­ur nú af störf­um sem for­stjóri flug­fé­lags­ins Sterl­ing. Hann seg­ir í sam­tali við mbl.is, að það hafi verið kom­inn tími á að nýr maður tæki við stjórn­inni til að vinna að næstu verk­efn­um fyr­ir­tæk­is­ins.

„Ég hef ávallt litið á Sterl­ing sem þriggja fasa verk­efni. Eitt var að sam­eina þessi fé­lög [Maersk Air og Sterl­ing] og stöðva tapið. Og hins veg­ar að end­ur­skipu­leggja innviðina. Svo væri þriðji fasinn að byggja ofan á það. Seinni part síðasta árs fór ég að velta því fyr­ir mér að við vær­um að kom­ast inn í  þenn­an þriðja fasa  og þá fór ég aðeins að horfa á sjálf­an mig í spegl­in­um og spyrja hvort ég væri endi­lega rétti maður­inn til að leiða þann fasa,“ seg­ir Alm­ar.

Hann seg­ir að mik­ill tími og orka hafi farið þætti eins og krís­u­stjórn­un, og aðra þætti sem hafi reynt á hann sem stjórn­anda. „Ég taldi mig hafa misst aðeins sýn­ina á það hvernig ætti að kom­ast út úr því hlut­verki. Það er oft erfitt að vera lækn­ir og fara svo í end­ur­hæf­ing­una og upp­bygg­ing­una eft­ir það,“ seg­ir Alm­ar. Þá bend­ir hann á að hann hafi ekki verið reiðubú­inn að skuld­binda sig til næstu þriggja til fimm ára til að vinna að upp­bygg­ing­unni.

Alm­ar seg­ist hafa rætt þetta við stjórn­ar­formann fyr­ir­tæk­is­ins og  þeir hafi kom­ist að sam­eig­in­legri niður­stöðu um að nýr maður tæki við. 

„Ég styð auðvitað fé­lagið áfram, stend með þeim og hjálpa til við að koma nýj­um manni inn í starfið. Svo fer maður bara að líta í kring­um sig,“ seg­ir og hann og bæt­ir við: „Ég ætla bara fara að vera Alm­ar Hilm­ars­son. Það er fyrst og fremst mark­miðið. Ég hef ekki tekið frí síðan 2004 og ætla að byrja á því að taka tveggja til þriggja vikna frí og anda aðeins.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka