Verðbólga mælist 6,8%

mbl.is

Vísi­tala neyslu­verðs hækkaði um 1,38% frá fyrra mánuði. Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis hækkaði um 1,55% frá janú­ar. Síðastliðna tólf mánuði (miðað við verðlag í upp­hafi mánaðar í fyrra en um miðjan mánuð nú) hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 6,8% en vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis um 3,9%. Verðbólg­an hef­ur ekki mælst jafn mik­il síðan í fe­brú­ar á síðasta ári er hún var 7,4% en taka verður til­lit til þess að þann 1. mars lækkaði virðis­auka­skatt­ur á mat­væli.

Verðbólga hef­ur ekki mælst und­ir 2,5% mark­miði Seðlabanka Íslands frá því í apríl 2004.

Grein­ing­ar­deild Kaupþings spáði 0,6% hækk­un á vísi­tölu neyslu­verðs nú í fe­brú­ar. Grein­ing Glitn­is spáði því að vísi­tal­an myndi hækka um 1% og grein­ing­ar­deild Lands­bank­ans spáði 1,1% hækk­un.

Kostnaður vegna rekst­urs eig­in bif­reiðar jókst um 2,5% (vísi­tölu­áhrif 0,36%). Þar af hækkaði verð á nýj­um bíl­um um 2,6% (0,16%) og á bens­íni og ol­í­um um 3,6% (0,18%).

Vetr­ar­út­söl­um er að ljúka og hækkaði verð á föt­um og skóm um 9,1% (0,35%). Kostnaður vegna eig­in hús­næðis jókst um 1,0% (0,20%), þar af voru 0,15% áhrif vegna hærri raun­vaxta og 0,05% vegna hækk­un­ar á markaðsverði hús­næðis. Þá hækkaði verð á mat og drykkjar­vöru um 0,9% (0,12%). 

Fast­skattavísi­tala neyslu­verðs hef­ur hækkað um 8,7% síðastliðna tólf mánuði og fast­skattavísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis um 6,4%. Und­an­farna þrjá mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 2,3% sem jafn­gild­ir 9,3% verðbólgu á ári (8,6% fyr­ir vísi­töl­una án hús­næðis), sam­kvæmt frétt á vef Hag­stofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK