Dagar ofhitnunar liðnir

mbl.is

Eft­ir tíma­bil mik­ils upp­gangs, og á köfl­um of­hitn­un­ar, í ís­lensku hag­kerfi er nú út­lit fyr­ir að frem­ur hratt dragi úr um­svif­um í efna­hags­líf­inu. Þetta kem­ur fram í nýrri þjóðhags­spá grein­ing­ar Glitn­is.

„Kald­ir svipti­vind­ar að utan leika um hag­kerfið í kjöl­far alþjóðlegr­ar fjár­málakreppu sem hófst að áliðnu sumri 2007 og ætl­ar að reyn­ast æði lang­vinn. Áhrif þessa á ís­lenskt efna­hags­líf eru í þá veru að draga hraðar úr um­svif­um heim­ila og at­vinnu­lífs en áður var út­lit fyr­ir, þótt fyr­ir­séð hafi verið að lok stóriðju­fram­kvæmda og hækk­andi vext­ir til lengri jafnt sem skemmri tíma myndu draga úr inn­lendri eft­ir­spurn eft­ir mik­inn vöxt fjár­fest­ing­ar og einka­neyslu um miðjan ára­tug­inn."

Í nýrri þjóðhags­spá Glitn­is er gert ráð fyr­ir að lands­fram­leiðsla verði óbreytt að raun­gildi á þessu ári miðað við nýliðið ár. Þar veg­ast á allsnarp­ur sam­drátt­ur í inn­lendri eft­ir­spurn ann­ars veg­ar, og veru­leg­ur bati á ut­an­rík­is­viðskipt­um hins veg­ar.

„Lok um­fangs­mik­illa stóriðju­fram­kvæmda þýða að fjár­fest­ing­arstigið í hag­kerf­inu verður mun lægra í ár en verið hef­ur und­an­far­in ár, og við bæt­ist að okk­ar mati sam­drátt­ur í fjár­fest­ingu annarra at­vinnu­vega sem og minni gang­ur í íbúðabygg­ing­um. Að auki telj­um við að einka­neysla muni drag­ast sam­an eft­ir hraðan vöxt und­an­geng­in fimm ár.

Stór­auk­in fram­leiðslu­geta ál­vera, auk hag­stæðara geng­is krónu fyr­ir út­flutn­ings­at­vinnu­vegi, mun á hinn bóg­inn skila þjóðarbú­inu tals­vert meiri út­flutn­ings­tekj­um á þessu ári en hinu síðasta, þótt kvóta­skerðing vegi þar nokkuð á móti. Einnig telj­um við að inn­flutn­ing­ur fjár­fest­ing­ar­vara muni drag­ast veru­lega sam­an og inn­flutn­ing­ur bif­reiða og var­an­legra neyslu­vara minnka nokkuð. Árið mark­ast þannig af nokkuð örri þróun í átt til bæði innra og ytra jafn­væg­is í hag­kerf­inu eft­ir ójafn­vægi und­an­far­inna miss­era," seg­ir í þjóðhags­spá Grein­ing­ar Glitn­is.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK