Þóknanir til stjórnarmanna SPRON lækkaðar

Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, lagði fram breytingartillögu þegar rætt var um þóknun til stjórnarmanna á aðalfundi SPRON í dag. Hann lagði til að þóknun til stjórnarformanns yrði lækkuð úr 400.000 í 210.000 og þóknun til stjórnarmanna yrðu lækkuð úr 200.000 í 120.000 kr. Tillagan var samþykkt.

Upphafleg tillaga stjórnar var sú að stjórnarmenn fengju 200.000 kr. á mánuði og formaður 400.000 kr., sem fyrr segir.

Vilhjálmur sagðist ekki vera sammála því að rekstur SPRON á árinu hefði gengið vel, og sagði hann hafa verið „í járnum“. Hann lagði því fram breytingartillögu um að stjórnarmenn ættu að fá 120.000 kr. á mánuði. Formaður 210.000 kr. á mánuði og varamenn  50.000 fyrir hvern setinn fund.

Eftir stuttar viðræður dró stjórn upphaflegu tillöguna til baka, og breytingartillaga Vilhjálms því samþykkt.

Erlendur Hjaltason, stjórnarmaður í SPRON og forstjóri Exista, vakti athygli á því að seta í stjórn fjármálafyrirtækis fylgi mikil ábyrgð, og fyrir hana ætti að greiða.

En þar sem að vilji fundarins var fyrir því að styðja breytingartillögur Vilhjálms þá dró stjórnin breytingartillögu sína til baka sem fyrr segir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK