Lánshæfismat bankanna lækkað

Alþjóðlega mats­fyr­ir­tækið Moo­dy's hef­ur lækkað láns­hæf­is­mat ís­lensku viðskipta­bank­anna þriggja. Er lang­tíma­ein­kunn Kaupþings  lækkuð um einn flokk, úr Aa3 í A1, en ein­kunn Glitn­is og Lands­bank­ans um 2 flokka, í A2. 

Er lang­tíma láns­hæfis­ein­kunn Lands­bank­ans og Kaupþings nú sú sama og hún var í upp­hafi síðasta árs en ein­kunn Glitn­is er ein­um flokki lægri. 

Þá hef­ur ein­kunn Kaupþings fyr­ir fjár­hags­leg­an styrk verið lækkuð úr C í C-. Ein­kunn  danska bank­ans FIH, sem er í eigu Kaupþings er óbreytt, A1/​C.

Moo­dy's seg­ir, að lausa­fjárstaða Kaupþings sé sterk, m.a. vegna þess að bank­inn hætti við kaup á hol­lenska bank­an­um NIBC og boðaðrar eigna­sölu hjá Sin­ger & Friedland­er í Bretlandi.

Ein­kunn Lands­banka fyr­ir fjár­hags­leg­an styrk er einnig lækkuð úr C í C-. Moo­dy's seg­ir, að lækk­un á mat­s­ein­kunn­um bank­ans end­ur­spegli áhyggj­ur mats­fyr­ir­tæk­is­ins af gæðum eigna­safns bank­ans og mögu­leik­um á hagnaði í ljósi versn­andi efna­hags­horfa á Íslandi og í heim­in­um öll­um þótt af­koma bank­ans á þess­um sviðum hafi verið þokka­lega góð á síðasta ári.

Ein­kunn fyr­ir fjár­hags­leg­an styrk Glitn­is var einnig lækkuð í C- af svipuðum ástæðum og ein­kunn Lands­bank­ans.

Moo­dy's seg­ir, að á ekki sé út­lit fyr­ir að ein­kunn­ir bank­anna hækki á ný á næst­unni. Hins veg­ar gæti svo farið í til­fell­um Glitn­is og Kaupþings ef dregið verður úr lán­um til tengdra aðila og Lands­bank­ans ef þar er dregið úr út­lána­áhættu.

Á sama hátt gæti þrýst­ing­ur á ein­kunn­irn­ar til lækk­un­ar auk­ist ef þess­ir áhættuþætt­ir færu vax­andi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK