Ótímabær vaxtalækkun leiðir til kjaraskerðingar

Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri.
Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri. Árvakur/Kristinn

Ingimundur Friðriksson, seðlabankastjóri, sagði í erindi í Rótarýklúbbi Austurbæjar í dag, að það vekti undrun hve  kæruleysislegt viðhorf margir virðist hafa til verðbólgu. Ótímabær vaxtalækkun myndi leiða til verðbólgu og kjaraskerðingar og fráleit sé sú kenning að til þess að hemja verðbólgu þurfi að lækka vexti.

„Þá er rétt að leggja áherslu á að Seðlabankinn telur ekki að eitthvert val standi nú á milli verðstöðugleika og fjármálastöðugleika. Verði slakað á markmiðinu um verðstöðugleika má fullyrða að það myndi grafa verulega undan trúverðugleika peningastefnunnar, verðbólga og ekki síður verðbólguvæntingar myndu aukast til muna sem á skömmum tíma gæti leitt til víxlhækkana verðlags og launa og lækkunar gengisins.

Enda þótt innlend fjármálafyrirtæki kynnu í fyrstu að hagnast á lækkun gengis og meiri verðbólgu myndi slík framvinda fljótt koma harkalega niður  á skuldugum heimilum og fyrirtækjum og þar með leiða til útlánatapa. Frá sjónarhóli fjármálastöðugleika er því afar brýnt að halda verðbólgu í skefjum. Þá er rétt að leggja áherslu á þá augljósu staðreynd að aðgangur innlendra banka að erlendu lánsfé breytist ekki þótt Seðlabankinn lækki vexti," sagði Ingimundur m.a.

Erindi Ingimundar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK