Bankarnir hækka í verði

Hlutabréf í bönkunum þremur sem fengu nýtt lánshæfismat frá Moody's í gær hafa hækkað það sem af er degi. Kaupþing hefur hækkað um 0,69%, Landsbankinn um 1,12% og Glitnir um 0,59%. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,68% það sem af er degi en hún lækkaði á fyrstu mínútunum eftir að viðskipti hófust með hlutabréf í Kauphöll OMX á Íslandi í morgun. Moody's lækkaði lánshæfismatseinkunn bankanna þriggja í gær, Glitnis og Landsbankans um tvo flokka og Kaupþings um einn flokk.

Straumur hefur hækkað mest í kauphöllinni í morgun eða um 1,27%, Atlantic Petroleum um 1,21% og Exista um 1,08%.

Í Ósló hefur hlutabréfavísitalan lækkað um 0,01%, Kaupmannahöfn um 1,06%, Helsinki um 0,72% og Stokkhólmi um 0,32%. Samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur lækkað um 0,88%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK