Guðný María ráðin í stað Hrannar hjá FLE

Guðný María Jóhannsdóttir
Guðný María Jóhannsdóttir

Hrönn Ing­ólfs­dótt­ir hef­ur ákveðið að láta af störf­um sem fram­kvæmda­stjóri viðskiptaþró­un­ar­sviðs Flug­stöðvar Leifs Ei­ríks­son­ar ohf. í lok mars nk. og tek­ur Guðný María Jó­hanns­dótt­ir, sem verið hef­ur markaðsstjóri fyr­ir­tæk­is­ins, við henn­ar starfi.

Guðný María er fædd árið 1980 og lauk B.S. prófi frá Viðskipta­há­skól­an­um á Bif­röst árið 2003. Guðný María hóf störf hjá Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar í apríl 2004 sem verk­efna­stjóri á fjár­mála­sviði. Í júní 2007 tók Guðný svo við starfi markaðsstjóra. Guðný María er í sam­búð með Gunn­ari Agli Sig­urðssyni rekstr­ar­stjóra og sam­an eiga þau eitt barn.

Hrönn var ráðin til Flug­stöðvar­inn­ar í júlí 2002, fyrst sem for­stöðumaður markaðssviðs, en tók við starfi fram­kvæmda­stjóra á nýju viðskiptaþró­un­ar­sviði í nóv­em­ber 2006. Hrönn tek­ur við starfi fram­kvæmda­stjóra Bens­ín­ork­unn­ar þann 1. apríl nk.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK