Hráolíuverð fór um tíma í dag yfir 103 dali á tunnu á markaði í New York en lækkaði síðan niður í rúma 102 dali. Er hækkunin í dag rakin til áframhaldandi gengislækkunar Bandaríkjadals. Olíuverð hækkaði um nærri þrjá dali í gær og endaði í 102,59 dölum sem er hæsta dagslokaverð sem skráð hefur verið.