Úrvalsvísitalan lækkaði um 10,9% í febrúar

Ásdís Ásgeirsdóttir

Úrvalsvísitalan lækkaði talsvert í febrúar eða um 10,9% frá lokagildi janúar og hefur vísitalan lækkað fjóra mánuði í röð. Stendur vísitalan í 4.887 stigum. Það sem af er ári nemur lækkun Úrvalsvísitölunnar 22,7% en hlutabréf hafa almennt stefnt niður á við síðastliðna tvo mánuði.

Í Hálf fimm fréttum Kaupþings kemur fram að DAX í Þýskalandi  hefur lækkað um 16,5% og er Nasdaq í Bandaríkjunum skammt undan með tæplega 16% lækkun á bakinu. Nokkur viðsnúningur var þó á allmörgum mörkuðum í febrúar og má helst nefna OTOB í Rússlandi og OBX í Noregi en báðir markaðirnir taka mikið tillit til gengi olíufyrirtækja.

Hlutabréfavísitölur þar sem fjármálafyrirtæki eru fyrirferðarmikil héldu þó áfram að lækka í febrúar og er Úrvalsvísitalan talandi dæmi um slíka vísitölu, samkvæmt Hálf fimm fréttum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK