Vöruskiptahallinn eykst

mbl.is

Í janúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 24,2 milljarða króna og inn fyrir 33,7 milljarða króna fob (36,6 milljarða króna cif). Vöruskiptin í janúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 9,5 milljarða króna. Í janúar 2007 voru vöruskiptin óhagstæð um 2,9 milljarða króna á sama gengi.

Verðmæti vöruútflutnings var 7,5% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður og verðmæti vöruinnflutnings var 16,1% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður, samkvæmt frétt á vef Hagstofu Íslands.

Meiri halli á vöruskiptum 2007 en áður var talið

Tölur um vöruskiptin á árinu 2007 hafa verið leiðréttar vegna upplýsinga um flugvélaviðskipti sem bárust eftir að þær voru gefnar út. Eftir leiðréttingu voru fluttar út vörur á árinu 2007 fyrir 305,1 milljarð króna fob en inn fyrir 395,2 milljarða króna fob (427,4 milljarða króna cif). Halli var því á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 90,1 milljarði, eða 2,2 milljörðum verri en áður var talið. Heildarverðmæti vöruútflutnings var 27,9% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður og heildarverðmæti vöruinnflutnings var 0,2% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka