Breska fjármálaeftirlitið varar sparifjáreigendur við

Frá Lundúnum
Frá Lundúnum mbl.is/Golli

Breska fjármálaeftirlitið biður breska sparifjáreigendur um að vera vel á verði þegar þeir leggja fé sitt inn á innlánsreikninga. Ekki bara líta til hárra innlánsvaxta þegar útlendir bankar koma inn á markaðinn heldur einnig hversu mikil áhætta fylgi viðkomandi bönkum. 

Fjallað var um þetta í fréttum Channel 4 í gær en þar var meðal annars fjallað um  innlánsreikninga íslensku bankanna í Bretlandi, Kaupþings og Landsbankans. Kom fram að útlendir bankar séu á höttunum eftir bresku sparifé, þar á meðal íslensku bankarnir tveir.  Íslensku bankarnir hafi ásamt fleiri útlendum bankastofnunum hrist upp í breska innlánsmarkaðnum en Bretar hafi lagt 6 milljarða punda inn á 170 þúsund íslenska reikninga. 

Bæði Kaupþing og Landsbankinn hafi boðið sparifjáreigendum háa vexti og bendi á góða afkomu og hátt lánshæfismat. En hversu öruggt er fjármálakerfi Íslands?

Kemur fram að einhverjir í fjármálahverfi Lundúna hafi vissar áhyggjur af þessari þróun. Þeir bankar sem hafi boðið upp á hæstu vextina séu bankar frá Tyrklandi, Nígeríu og Íslandi. Nú hafi Fjármálaeftirlitið beðið sparifjáreigendur að láta ekki glepjast og kanna betur hver staðan sé án þess þó að nefna íslensku bankana sérstaklega til sögunnar samkvæmt Channel 4.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK