Kaupþing selur skuldabréf fyrir 1.675 milljónir dala

Kaupþing
Kaupþing

Kaupþing banki hefur lokið við nokkrar lokaðar skuldabréfasölur, alls að fjárhæð 1.675 milljónir dala, 111,6 milljarðar króna til fjárfesta í Bandaríkjunum og Evrópu. Kaupþing hefur einnig tekið lán að fjárhæð 195 milljónir evra hjá evrópskum banka. Er fjármögnunin á kjörum sem eru töluvert lægri en núverandi skuldatryggingaálag bankans á markaði, og kemur til greiðslu eftir eitt til sjö og hálft ár.

Í tilkynningu kemur fram að til samanburðar þarf Kaupþing (móðurfélag) að endurgreiða um 1,1 milljarð evra af langtímaskuldbindingum það sem eftir er af árinu 2008 og dótturfélag bankans, FIH, í Danmörku 1,8 milljarða  evra.

„Þessi nýja fjármögnun upp á 1,3 milljarða evra bætist við þá sterku
lausafjárstöðu sem Kaupþing hefur og styrkist hún enn frekar við þá ákvörðun Kaupthing Singer & Friedlander að hætta starfsemi eignafjármögnunar (e. Asset Finance) og hrávöruviðskiptafjármögnunar (e. Commodity Trade Finance) í Bretlandi (sjá tilkynningu 25. febrúar), en gert er ráð fyrir að þær breytingar auki lausafé á þessu ári sem nemur rúmlega 1 milljarði punda (1,3 milljörðum evra). Frekari fjármögnun í ár miðast við að styðja við hóflegan vöxt bankans og endurfjármögnun fyrir árið 2009," samkvæmt tilkynningu frá Kaupþingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK