Kaupþing selur skuldabréf fyrir 1.675 milljónir dala

Kaupþing
Kaupþing

Kaupþing banki hef­ur lokið við nokkr­ar lokaðar skulda­bréfa­söl­ur, alls að fjár­hæð 1.675 millj­ón­ir dala, 111,6 millj­arðar króna til fjár­festa í Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu. Kaupþing hef­ur einnig tekið lán að fjár­hæð 195 millj­ón­ir evra hjá evr­ópsk­um banka. Er fjár­mögn­un­in á kjör­um sem eru tölu­vert lægri en nú­ver­andi skulda­trygg­inga­álag bank­ans á markaði, og kem­ur til greiðslu eft­ir eitt til sjö og hálft ár.

Í til­kynn­ingu kem­ur fram að til sam­an­b­urðar þarf Kaupþing (móður­fé­lag) að end­ur­greiða um 1,1 millj­arð evra af lang­tíma­skuld­bind­ing­um það sem eft­ir er af ár­inu 2008 og dótt­ur­fé­lag bank­ans, FIH, í Dan­mörku 1,8 millj­arða  evra.

„Þessi nýja fjár­mögn­un upp á 1,3 millj­arða evra bæt­ist við þá sterku
lausa­fjár­stöðu sem Kaupþing hef­ur og styrk­ist hún enn frek­ar við þá ákvörðun Kaupt­hing Sin­ger & Friedland­er að hætta starf­semi eigna­fjár­mögn­un­ar (e. As­set Fin­ance) og hrávöru­viðskipta­fjár­mögn­un­ar (e. Comm­odity Tra­de Fin­ance) í Bretlandi (sjá til­kynn­ingu 25. fe­brú­ar), en gert er ráð fyr­ir að þær breyt­ing­ar auki lausa­fé á þessu ári sem nem­ur rúm­lega 1 millj­arði punda (1,3 millj­örðum evra). Frek­ari fjár­mögn­un í ár miðast við að styðja við hóf­leg­an vöxt bank­ans og end­ur­fjármögn­un fyr­ir árið 2009," sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Kaupþingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka