Skuldatryggingarálag allra bankanna lækkar

Skuldatryggingarálag á Kaupþing hefur lækkað um 70 punkta í dag frá því að bankinn tilkynnti um að hafa tryggt sér 1,3 milljarða evru í langtímafjármögnun. En álagið hefur einnig lækkað á hinum íslensku bönkunum, um 60 punkta hjá Glitni og um 40 punkta hjá Landsbankanum.

Í Vegvísi Landsbankans segir að  varhugavert sé að draga of sterkar ályktanir af slíku svo fljótt. „Fjármögnun Kaupþings er hins vegar skref í rétta átt og mikilvægt framlag til að draga úr því sem kallað hefur verið „íslenska álagið". Ástand á alþjóðamörkuðum mun áfram ráða mestu um framhaldið," að því er segir í Vegvísi Landsbankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK