Stýrivextir hækkaðir í Ástralíu

Seðlabanki Ástralíu hækkaði stýrivexti sína í nótt og hafa þeir ekki verið hærri í tólf ár. Voru stýrivextirnir hækkaðir um 0,25% og eru nú 7,25%. Samkvæmt upplýsingum frá bankastjórn Seðlabankans eru vextirnir hækkaðir til þess að reyna að koma í veg fyrir að verðbólga aukist enn frekar.

Spá bankans gerir ráð fyrir því að verðbólga, mæld á tólf mánaða tímabili, verði 4% á fyrsta ársfjórðungi sem er talsvert fyrir ofan verðbólgumarkmið bankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK