Intrum Justitia berst fyrir starfsleyfi sínu í Noregi

Miðborg Óslóar
Miðborg Óslóar Árvakur/Golli

Norska fjármálaeftirlitið stendur fast við ákvörðun sína um að innheimtufyrirtækið Intrum Justitia missi starfsleyfi sitt í Noregi og hefur vísað frá áfrýjun fyrirtækisins. Eftirlitið hefur sakað fyrirtækið um ítrekuð brot á reglugerðum um innheimtu en fyrirtækið starfar enn og hefur um 100 starfsmenn.

Vefsíða norska viðskiptablaðsins Dagens Næringsliv segir frá þessu.

Í nóvember á síðasta ári ákvað fjármálaeftirlit Noregs að ógilda starfsleyfi fyrirtækisins vegna „umfangsmikilla og langvarandi" brota á reglugerðum allt frá árinu 2004 og fram á síðasta ár.

Meðal þess sem fyrirtækið hefur verið sakað um er að senda út aðvaranir áður en fjórtán dagar eru liðnir frá eindaga og innheimta dráttarvexti. Þá hefur það verið gagnrýnt að starfsfólk sem áður hafi misst leyfi til að stunda innheimtu gegni mikilvægum stöðum hjá fyrirtækinu.

Intrum Justitia unir ekki ákvörðun eftirlitsins og hefur vísað málinu til dómsmálaráðuneytisins, en þar verður tekin endanleg ákvörðun um það hvort brotin réttlæti starfsleyfismissi. Ekki er búist við því að hún liggi fyrir fyrr en í sumar og heldur fyrirtækið starfsleyfinu þangað til.

Um 100 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu og hefur það um 8.000 viðskiptavini.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka