Olíuverð enn í kringum 105 dali tunnan

Verð á olíu hefur haldist stöðugt í dag eftir að hafa farið yfir 105 dali tunnan í gærkvöldi. Skýrist hækkunin í gær einkum af fregnum af minni olíubirgðum heldur en talið var og hækkun evru gagnvart Bandaríkjadal. Eins hafði áhrif sú ákvörðun OPEC ríkjanna að halda olíuframleiðslu óbreyttri.

Verð á hráolíu hefur aldrei verið jafn hátt og í gærkvöldi er það fór í 105,10 dali tunnan á markaði í New York. Í Evrópu fór verð á hráolíu til afhendingar í apríl í 104,63 dali tunnan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK