Property Group kaupir fasteignir fyrir 33,84 milljarða

Strikið í Kaupmannahöfn.
Strikið í Kaupmannahöfn. mbl.is/GSH

Fasteignafélagið Property Group, sem er í eigu Straums, Guðmundar Þórðarsonar, Birgis Bieltvedt og þriggja Dana, hefur keypt 11 eignir í miðborg Kaupmannahafnar fyrir 2,5 milljarða danskra króna, 33,84 milljarða íslenskra króna, af fasteignafélagi Oskars Jensen. Um er að ræða eignir á svæðinu í kringum Strikið og Vestergade.

Ekki lán frá íslenskum bönkum

Íslendingar eiga 62,5% hlut í fasteignafélaginu Property Group en Danir 37,5%, samkvæmt frétt Børsen. Í viðtali við Børsen segir Jesper Damborg, forstjóri Property Group, að þrátt fyrir að bakgrunnur fyrirtækisins sé íslenskur þá sé fyrirtækið danskt og því hafi efnahagsástandið á Íslandi og lánsfjárerfiðleikar þar engin áhrif á félagið og rekstur þess. Féð sem var nýtt til að greiða fyrir fasteignirnar hafi ekki komið frá íslenskum bönkum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK