Warren Buffet ríkastur

Bill Gates er ekki lengur ríkasti maður heims því Warren Buffet hefur velt honum úr sessi, að því er fram kemur í bandaríska viðskiptatímaritinu Forbes. Björgólfur Guðmundsson og sonur hans Björgólfur Thor Björgólfsson eru einu Íslendingarnir sem komast listann. Björgólfur yngri er í 307. sæti og Björgólfur eldri í sæti 1.014. Auðæfi Björgólfs Thors eru metin á 3,5 milljarða Bandaríkjadala, sem svarar til 232 milljarða króna. Auðæfi Björgólfs Guðmundssonar eru metin á 1,1 milljarð Bandaríkjadala, sem svarar til 73 milljarða króna.

Björgólfur Thor var í 249. sæti listans á síðasta ári en þá voru eignir hans einnig metnar á 3,5 milljarða dala. Það ár fór hann upp um 101 sæti á listanum. Björgólfur Guðmundsson kom fyrst inn á listann á síðasta ári en til þess að komast á listann þurfa menn að eiga 1 milljarð dala í hreinni eign. Þá var Björgólfur í 799. sæti listans með eignir upp á 1,2 milljarða dala. Eignir hans hafa því dregist saman um 100 milljónir dala á milli ára, samkvæmt Forbes.

Bill Gates, stofnandi og stjórnarformaður Microsoft, hefur verið útnefndur ríkasti maður heims undanfarin 13 ár.

Auðævi Buffetts eru metin á 62 milljarða dala, en í fyrra jókst auður hans um 10 milljarða dala.

Gates er hins vegar komin í þriðja sætið, en auður hans er metinn á 58 milljarða dala.

Carlos Slim Helu, sem mexíkóskur kaupsýslumaður, hefur nú sest í annað sætið. Auðævi hans eru metinn á 60 milljarða dala, og að sögn Forbes hefur verðmæti hans tvöfaldast á undanförnum tveimur árum.

Aldrei hafa fleiri einstaklingar komist á lista Forbes yfir milljarðamæringa, eða 1.125. Samanlögð auðævi þeirra eru metina á 4,4 trilljónir Bandaríkjadala.

Tíu ríkustu samkvæmt Forbes. 

1. Warren Buffett (Bandaríkin): 62 milljarðar dala.

2. Carlos Slim (Mexíkó): 60 milljarðar dala.

3. Bill Gates (Bandaríkin): 58 milljarðar dala.

4. Lakshmi Mittal (Indland): 45 milljarðar dala.

5. Mukesh Ambani (Indland): 43 milljarðar dala.

6. Anil Ambani (Indland): 42 milljarðar dala.

7. Ingvar Kamprad (Svíþjóð): 31 milljarðar dala.

8. KP Singh (Bandaríkin): 30 milljarðar dala.

9. Oleg Deripaska (Rússland): 28 milljarðar dala.

10. Karl Albrecht (Þýskaland): 27 milljarðar dala. 

Vefur Forbes. 

Warren Buffett.
Warren Buffett. Reuters
Björgólfur Thor Björgólfsson er í 307. sæti.
Björgólfur Thor Björgólfsson er í 307. sæti. mbl.is/Kristinn
Björgólfur Guðmundsson er í sæti 1.014.
Björgólfur Guðmundsson er í sæti 1.014. mbl.is/ÞÖK
Bill Gates hefur verið ríkasti maður heims í áraraðir. Hann …
Bill Gates hefur verið ríkasti maður heims í áraraðir. Hann er nú í þriðja sæti. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK