Fyrirsætan Yasmin Le Bon opnaði formlega í gær nýja verslun House of Fraser í Belfast á Norður-Írlandi í gær. House of Fraser er í eigu Baugs Group. Um verslunarmiðstöð er að ræða á sjö hæðum við Victoria torg. Meðal verslana sem eru í húsnæðinu eru leikfangabúðin Hamleys, sem einnig er í eigu Baugs, samkvæmt tilkynningu.