Ráðherrar ræða íslensk efnahagsmál í útlöndum

Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mbl.is/Sverrir

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, mun ræða íslensk efnahagsmál á fundi í Kaupmannahöfn á þriðjudaginn kemur. Þann 13. mars mun Geir H. Haarde, forsætisráðherra gera slíkt hið sama á ráðstefnu í New York.

Auk Ingibjargar Sólrúnar munu Richard Portes, prófessor við London Business School, Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings og Sigurjón Sighvatsson, fjárfestir, taka til máls á fundinum sem er haldinn á vegum íslenskra stjórnvalda og Viðskiptaráðs Íslands.

Í New York munu auk Geirs,  Lárus Welding, forstjóri Glitnis, Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, Gregory Miller, prófessor við Harvard Business School, Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, Torsten Slok, hagfræðingur hjá Deutsche Bank Securities og Ólafur Jóhann Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Time Warner taka þátt í umræðum á fundinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka