Bréf Exista í Sampo seld?

Exista gæti þurft að selja hluti sína í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo ef óróinn á mörkuðum heldur lengi áfram, að því er finnska blaðið Helsinki Sanomat greindi frá í gær. Exista á um 20% hlut í Sampo.

Fjallað er um stöðu Exista og tap félagsins á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Sagt er að félagið hafi fullvissað fjárfesta um að það muni standa af sér stormviðrið. Versnandi tímar geti þó verið framundan vegna erfiðrar skuldastöðu og er því haldið fram að Exista hafi ofmetið verðmæti eigna sinna í Sampo og Kaupþingi. Segir blaðið að verðmæti hlutabréfa Exista í Sampo og Kaupþingi sé um 3,7 milljarðar evra, jafnvirði um 380 milljarða króna.

Í grein Helsinki Sanomat segir ennfremur að fari svo að Exista selji bréfin í Sampo þá komi þar inn nýr eigandi sem geti haft aðrar hugmyndir um mögulegan samruna Sampo og Nordea, sem sterkur orðrómur hafi verið um.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK