Íslendingar eru skuldugasta þjóð í heimi, og eru hreinar skuldir okkar rúmir 1.800 milljarðar. Þegar allar eignir hafa verið teknar með í reikninginn og dregnar frá skuldunum er niðustaðan sú, að hvert mannsbarn á Íslandi skuldiar tæpar sex milljónir.
Þetta sagði Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, í viðtali á RÚV í gær.
Þar sagði Gylfi ennfremur, að á þrem síðustu mánuðum hafi hreinar skuldir þjóðarbúsins aukist um 500 milljarða. Sú upphæð dygði til að gefa hverjum einasta Íslendingi sem hefur bílpróf ágætan bíl.
Gylfi sagði einnig að brestir væru komnir í „íslenska viðskiptalíkanið.“ Fjármálafyrirtækin hér á landi hafi fengið mikið af erlendu lánsfé sem þau hafi lánað viðskiptavinum sínum.
Íslensk fjárfestingarfélög eigi mörg hver ekki mikið fé, heldur hafi tekið há lán og teflt djarft.