Einkaþotur aldrei vinsælli

Einkaþotur á Reykjavíkurflugvelli sl. sumar
Einkaþotur á Reykjavíkurflugvelli sl. sumar mbl.is/Golli

Þrátt fyrir að hætta sé að harðri lendingu í bandarísku efnahagslífi þá bólar ekki á því í sölu á bandarískum einkaþotum og stefnir í metár hjá framleiðendum slíkra þota í ár. Hingað til hafa Bandaríkjamenn verið stórtækastir í kaupum á einkaþotum en það virðist vera að breytast.

Skýrist aukin sala á einkaþotum nú einkum af örum hagvexti í Kína og Indlandi sem og miklum olíugróða meðal Rússa. Að sögn Raymond Jaworowski, sérfræðings í flugmarkaði hjá bandaríska rannsóknarfyrirtækinu Forecast International, þá virðist sem efnahagssamdráttur í Bandaríkjunum hafi lítil áhrif á pantanir á nýjum einkaþotum annars staðar frá.

Telur hann að svo verði áfram næstu árin og gerir ráð fyrir því að um 15 þúsund einkaþotur verði seldar næsta áratuginn og eru þær metnar á um 192 milljarða Bandaríkjadala. Að sögn Jaworowski má búast við að allar stærðir af einkaþotum muni seljast vel. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK