Krónan veikist enn

mbl.is

Gengi krónunnar hefur lækkað um 0,9% það sem af er degi en hún veiktist um 1,2% á föstudag. Gengisvísitalan er 136,35 stig en var 135,15 stig við upphaf viðskipta í dag. Lítil viðskipti hafa verið á gjaldeyrismarkaði það sem af er degi eftir metdag á föstudag samkvæmt upplýsingum frá Glitni.

Metviðskipti voru á gjaldeyrismarkaði á föstudag og nam veltan 88,2 milljörðum króna. Íslenska krónan veiktist eins og áður sagði um 1,2% en sveiflur innan dagsins voru töluverðar. Um hádegi nam lækkunin 2,9% þegar gengisvísitalan náði rúmum 137,4 stigum. Veikingin gekk til baka eftir því sem líða tók á daginn. Í síðustu viku veiktist krónan um 3,3%. Þar af um 2,9% á tveimur dögum, fimmtudag og föstudag.

Gengi Bandaríkjadals er nú 68,20 krónur, evran er 104,88 krónur og pundið 137,90 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka