Auður Capital hf. hefur lokið fjármögnun á sínum fyrsta fagfjárfestasjóði (Private Equity Fund) - AuÐi I. Mikill áhugi reyndist vera meðal fjárfesta á þátttöku í sjóðnum, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu, og var heildarfjárhæð áskrifta 3,2 milljarðar króna. Alls tóku 21 fjárfestir þátt og meðal þeirra eru flestir af stærstu lífeyrissjóðum landsins sem og aðrir stofnana- og fagfjárfestar.
AuÐur I mun nýta tækifæri sem felast í vaxandi mann- og fjárauð kvenna. Sjóðurinn mun fjárfesta í starfandi fyrirtækjum sem hafa mikla vaxtarmöguleika. Sérstaklega verður horft til fyrirtækja í eigu eða undir stjórn kvenna og fyrirtækja sem bjóða upp á vörur eða þjónustu sem höfða sértaklega til kvenna.