SAS fær milljarða í skaðabætur

Annað lendingarhjól Dash flugvélar SAS gaf sig þegar vélin lenti …
Annað lendingarhjól Dash flugvélar SAS gaf sig þegar vélin lenti í Álaborg síðast liðið haust.. AP

Skandínavíska flugfélagið SAS hefur gert upp reikningana við kanadíska flugvélaframleiðandann Bombardier og dekkjaframleiðandann Goodrich vegna bilana í hjólabúnaði Dash flugvéla félagsins síðast liðið haust. SAS fær ríflega ellefu milljarða íslenskar krónur í skaðabætur.

Samkvæmt Dagens Nyheter hefur SAS jafnframt lagt inn pöntun á 27 nýjum flugvélum með möguleika á að kaupa 24 til viðbótar á góðum kjörum.
 
Nýju vélarnar verða tvenns konar, þotur af gerðinni CRJ 900 Next Gen og svokallaðar skrúfuþotur af gerðinni Q400 Next Gen. Nýju vélarnar munu koma í stað flota eldri gerðar Q400 véla SAS sem teknar voru úr umferð síðastliðið haust.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK