Beittu ekki „íslenskri aðferð"

Sigurður Einarsson.
Sigurður Einarsson. mbl.is/Kristinn

Stjórnendur Kaupþings hafa ekki fylgt sérstakri íslenskri viðskiptaaðferð við uppbyggingu fyrirtækisins heldur byggt á velþekktum og viðurkenndum viðskiptakenningum. Þetta sagði Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, á ráðstefnu um íslensk efnahagsmál í Kaupmannahöfn í dag.

„Árangur tengist ekki þjóðerni fremur en mistök. Ég tel, að það lýsi andlegu sleni þegar nokkrir skýrendur setja öll íslensk fyrirtæki undir sama hatt og greina viðskiptaáætlanir þeirra út frá þjóðerni en gera sér ekki grein fyrir því, að þessi fyrirtæki fylgja hvert um sig afar ólíkri stefnu. Sumum hefur gengið vel, öðrum ekki. Það sama er hægt að segja um fyrirtæki í öllum öðrum löndum.

Auðvitað er atvinnulífið á Íslandi minna í sniðum en í Danmörku en það þýðir ekki, að það sé frekar hægt að alhæfa um íslensk fyrirtæki en dönsk og fullyrða að þau séu ekki jafn fjölbreytt og fyrirtæki í t.d. Svíþjóð og Þýskalandi," sagði Sigurður.

Hann velti einnig fyrir sér hvers vegna víða ríkti tortryggni í garð Íslands og íslenskra banka. „Hluti af skýringunni getur verið sá árangur sem við höfum náð," sagði Sigurður.

Auk Sigurðar fluttu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Richard Portes og Sigurjón Sighvatsson erindi á ráðstefnunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK