Goldman Sachs og Ólafur Jóhann kaupa hlut í GGE

Geysir Green Energy
Geysir Green Energy

Það stytt­ist í að Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son og Goldm­an Sachs kaupi hlut í Geysi Green Energy og má niður­stöðu vænta á næstu vik­um. Þá er verið að leggja loka­hönd á sam­ein­ingu GGE og Enex, og munu fjár­fest­ing­ar sam­einaðra fé­laga nema tæp­lega 50 millj­örðum króna. Þetta kem­ur fram í Viðskipta­blaðinu í dag.

Eft­ir ríf­lega hálfs árs und­ir­bún­ing má sam­kvæmt heim­ild­um Viðskipta­blaðsins gera ráð fyr­ir að kaup banda­ríska fjár­fest­ing­ar­bank­ans Goldm­an Sachs og rit­höf­und­ar­ins Ólafs Jó­hanns, aðstoðarfor­stjóra Time Warner, í Geys­ir Green Energy gangi eft­ir á næstu tveim­ur vik­um. Fyr­ir­hugað er að þess­ir fjár­fest­ar kaupi um 8,5% hlut í fé­lag­inu og kaupa þeir hvor í sínu lagi og verður hlut­ur Ólafs Jó­hanns und­ir helm­ingi þess hlut­ar.

Ásgeir Mar­geirs­son, for­stjóri GGE, staðfesti aðspurður að þessi viðskipti væru í burðarliðnum en þau væru ekki frá­geng­in að fullu, sam­kvæmt frétt Viðskipta­blaðsins.

Stjórn­ir Geys­is Green Energy og Enex hafa samþykkt að und­ir­búa sam­ein­ingu fé­lag­anna og má bú­ast við að eft­ir samþykki hlut­hafa­funda verði af sam­ein­ingu fyr­ir apríllok. GGE á um 73% í Enex á móti Reykja­vík Energy In­vest, dótt­ur­fé­lagi Orku­veitu Reykja­vík­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK