Markaðir hækka vegna aðgerða bandaríska seðlabankans

Evrópskar hlutabréfavísitölur hafa tekið kipp upp á við eftir að bandaríski seðlabankinn tilkynnti í dag að hann muni leggja 200 milljarða dala í nýjan lánaflokk sem ætlað er að auka lausafé á alþjóðlegum peningamarkaði.

Aðgerðir bankans eru í samráði við seðlabanka Evrópu, Englandsbanka og seðlabanka Kanada. Í yfirlýsingu frá stjórn bandaríska seðlabankans segir að bankarnir muni grípa til sértækra aðgerða til að bregðast við lausafjárskorti á alþjóðlegum markaði.

Breska FTSE hlutabréfavísitalan hefur hækkað um 2,5%, franska CAC vísitalan um 2,3% og DAX vísitalan í Frankfurt um  2%. Íslenska úrvalsvísitalan hefur hækkað um nærri 1,5%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK