Hvíta húsið hvetur neytendur til dáða

Hvíta húsið í Washington.
Hvíta húsið í Washington. AP

Hvíta húsið hvatti í dag bandaríska neytendur til dáða, eftir að birtar voru tölur um meiri samdrátt í smásölu en búist hafði verið við. „Okkur er í mun að neytendur kaupi, og það er ein af ástæðunum fyrir endurgreiðslutékkunum,“ sagði talsmaður Hvíta hússins, Tony Fratto.

Skírskotaði hann þar til mótvægisaðgerða stjórnvalda í efnahagsmálum, sem felast m.a. í að verja 152 milljörðum á þessu ári og 18 á því næsta í endurgreiðslu til skattgreiðenda.

Neysla er helsta driffjöður bandarísks efnahagslífs, og því hafa tölur er sýna 0,6% samdrátt í febrúar, aukið áhyggjur af því að samdráttur sem yfirvofandi, eða jafnvel hafinn. Spáð hafði verið 0,2% samdrætti í neyslu í febrúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK