Forsætisráðherra: Ekki hætta á samdrætti

Geir H. Haarde, forsætisráðherra.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir í viðtali við Bloomberg fréttastofuna að hann telji að íslensku bankarnir muni standa af sér storminn sem nú ríkir á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Segir Geir að bankarnir séu vel varðir til þess að takast á við hættuna sem steðjar að og lítil hætta sé á samdrætti í íslensku efnahagslífi.

Viðtalið við Geir birtist á sjónvarpsstöð Bloomberg í gærkvöldi en forsætisráðherra var framsögumaður á ársfundi Íslensk-ameríska verslunarráðsins sem fram fór í New York í gær. 

Fram kemur í umfjöllun Bloomberg að margir fjárfestar hafa valið að selja krónur sem hefur lækkað um 10,5% gagnvart Bandaríkjadal það sem af er ári. Eins kemur fram að skuldatryggingarálag íslensku bankanna sé það hæsta meðal evrópskra banka.

Að sögn Geirs er ljóst að það muni hægja á í íslensku efnahagslífi og það sé af hinu góða. Ljóst sé að ekki verði um harða lendingu að ræða en á sama tíma verði hún ekki mjúk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka