Hagnaður Byrs Sparisjóðs var um 9,6 milljarðar fyrir tekjuskatt árið 2007 samanborið við 3,2 milljarða árið áður. Um er að ræða aukningu um 200,5%. Eftir skatta var hagnaðurinn 7,9 milljarðar samanborið við 2,7 milljarða árið 2006 og jókst um 196,3% milli ára.
Um er að ræða mesta hagnað í sögu félagsins. Á árinu 2006 sameinuðust Sparisjóður vélstjóra og Sparisjóður Hafnarfjarðar en
nafni sameinaðs sparisjóðs var síðar breytt í Byr.