Lítill áhugi á útboði Skipta

Skipti.
Skipti.

Almennu hlutafjárútboði á 30% hlut í Skiptum hf. er lokið. Alls óskuðu 179 fjárfestar eftir að kaupa 552.220.641 hluti í Skiptum eða sem
nemur 7,49% af heildarhlutafé félagsins. Útboðsgengið var 6,64 krónur á hlut. Söluandvirðið nemur 3.666.745.047 krónum. 523.343.369 hlutum var úthlutað til fjárfesta sem skráðu sig fyrir hlutum að andvirði meira en 25 milljónir króna. 28.877.272 hlutum var úthlutað til fjárfesta sem skráðu sig fyrir hlutum að andvirði 100 þúsund til 25 milljónir króna.

Í útboðslýsingu kom fram að verð fyrir hvern hlut yrði á bilinu 6,64 til 8,10 krónur. Viðskipti með hlutafé Skipta munu hefjast í OMX ICE miðvikudaginn 19. mars 2008.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka