Bear Stearns lækkaði um meira en 50%

Bjartsýnin varaði ekki lengi á bandarískum hlutabréfamörkuðum. Í gær var tilkynnt að fjárfestingarbankinn Bear Stearns hefði óskað eftir neyðarlánum hjá seðlabankanum í New York og JP Morgan Chase og fengið þau og varð það umsvifalaust til þess að fella markaði.

Gengi Bear Stearns féll um 45% strax í upphafi viðskipta og þegar leið á daginn hélt fallið áfram og þegar upp var staðið hafði gengi bankans meira en helmingast, lækkað um 53%. Vart þarf að taka fram að svo mikið hefur gengi bankans aldrei áður fallið á einum degi en þess má geta að valréttarsamningar um hlutabréf bankans benda nú í fyrsta sinn til þess að bankinn gæti orðið verðlaus, þ.e. að gengi bréfanna verði 0.

Eins og fram kemur að framan tók stórbankinn JP Morgan Chase þátt í neyðarfjármögnuninni og á bankinn nú í viðræðum við Bear um frekari fjármögnun til lengri tíma. Bloomberg segir sig hafa heimildir fyrir því að bankinn vilji eignast hluta af starfsemi Bear Stearns.

Bankaáhlaup framundan?

CNN
Í hnotskurn

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK