Neikvæðar horfur

Matsfyrirtækið Moody's segir horfur í íslenska bankakerfinu neikvæðar og endurspegli það versnandi lánaskilyrði á bankamarkaði almennt auk áskorana vegna örs vaxtar þeirra, mikillar samþjöppunar í lánasafni og hás hlutfalls venslaðra lána. Jafnframt endurspegla horfurnar áhyggjur af endurnýjanleika tekna bankanna á veikari mörkuðum.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Moody's um horfur í íslenska bankakerfinu. Þar segir jafnframt að sterk staða bankanna á heimamarkaði og góð landfræðileg dreifing dragi þó eitthvað úr áhyggjum.

Þá segist Moody's enn telja miklar líkur á að ríkið muni styðja bankakerfið gerist þess þörf.

Moody's birti einnig í dag nýja skýrslu um Íbúðalánasjóð, sem hefur áfram einkunnina Aaa fyrir langtímaskuldbindingar, eins og ríkissjóður Íslands, en horfurnar eru nú neikvæðar líkt og með ríkissjóð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK