Gengi krónunnar hefur lækkað um 5,12% í viðskiptum á millibankamarkaði með gjaldeyri frá því opnað var fyrir viðskiptin klukkan 9 í morgun. Gengisvísitalan er nú 150,66 stig, samkvæmt vef Kaupþings. Gengi dals er nú skráð tæpar 74 krónur, evrunnar 116,8 krónur og punds rúmar 149 krónur.