Hlutabréf lækkuðu mikið í verði í Kauphöll Íslands í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði um 3,45% og er 4652 stig. Mest lækkuðu bréf FL Group eða um 13,21%. Fram kemur í Vegvísi Landsbankans, að lækkun á hlutabréfamarkaði, sem hófst með alþjóðlegu lausafjárkreppunni í lok síðasta sumars, sé þar með orðin sú mesta frá upphafi.
Frá hæsta dagslokagildi sínu þann 18. júlí síðastliðinn hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 48,4% og frá áramótum hefur hún lækkað um 26,4%. Síðast var vísitalan á svipuðum slóðum í nóvember 2005.
Bréf Exista lækkuðu um 10,32% í dag og bréf 365 um 7,97% í viðskiptum dagsins.