Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3% frá því viðskipti hófust klukkan 10 í morgun í kauphöllinni. Færeyjabanki hefur lækkað um 7,43% en bankinn var að greiða út arð sem skekkir töluna. Exista hefur lækkað um 4,56%, FL Group um 4,32%, SPRON um 3,99%, Straumur 3,85%, Landsbankinn um 3,36%, Kaupþing 2,93% og Glitnir 2,37%.
Í Ósló hefur hlutabréfavísitalan lækkað um 2,30%, Kaupmannahöfn 1,62%, Stokkhólmur 2,77% og Helsinki 2,81%. Samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur lækkað um 2,90% það sem af er degi.
Í Lundúnum hefur FTSE vísitalan lækkað um 2,23%, í Frankfurt nemur lækkun DAX 3,25% og í París hefur CAC vísitalan lækkað um 2,49%.