Bílar hafa hækkað um 10-15% frá áramótum

Bílaumboðin vonast til að gengislækkunin gangi til baka.
Bílaumboðin vonast til að gengislækkunin gangi til baka. mbl.is/RAX

Bílaum­boðin segj­ast ætla að halda að sér hönd­um í kjöl­far geng­is­lækk­un­ar­inn­ar í gær og sjá til með frek­ari verðhækk­an­ir fram yfir páska. Von­ast menn til að geta haldið aft­ur af frek­ari verðhækk­un­um en nýir bíl­ar hafa hækkað um 10 til 15% frá ára­mót­um.

Eg­ill Jó­hanns­son, fram­kvæmda­stjóri Brim­borg­ar, sagði í sam­tali við mbl.is, að verðhækk­an­ir hjá þeim hefðu komið í tveim­ur þrep­um frá ára­mót­um og síðast í síðustu viku hafi nýir bíl­ar hækkað á bil­inu 5-7 % en tók fram að það hafi í raun ein­ung­is verið helm­ings­hækk­un miðað við það sem bíl­verð hefði þurft að hækka.

„Geng­is­breyt­ing­in hef­ur bein áhrif á inn­kaupsverðið sem er mjög hátt hlut­fall af heild­ar­bíl­verðinu," sagði Eg­ill en bætti við að í bíla­sölu­brans­an­um væri ákveðin tregða til verðhækk­ana. „Menn eru að von­ast til að eitt­hvað af þess­um verðhækk­un­um gangi til baka," sagði Eg­ill sem sagðist vera frek­ar bjart­sýnn á að geng­is­breyt­ing­in í gær muni ganga til baka.

„Við ætl­um að sjá til framyf­ir páska, sjá­um hvort þetta geng­ur eitt­hvað til baka í dag eða á morg­un og svo met­um við stöðuna yfir pásk­ana. Menn fara var­lega í hækk­an­ir," sagði Eg­ill.

Eg­ill sagði að bíl­ar væru að mörgu leyti óvenju­leg vara því þegar verð á nýj­um bíl­um hækk­ar þá hækka einnig notaðir bíl­ar í verði og flest­ir eiga eldri bíl til að setja upp í þegar keypt­ur er nýr bíll úr kass­an­um.

Jón Óskar Hall­dórs­son sölu­stjóri hjá Toyota-umboðinu sagði að nýir bíl­ar hefðu hækkað um 6,5% hjá þeim frá ára­mót­um og að sal­an hefði gengið ágæt­lega, janú­ar hafi verið mjög stór sölu­mánuður og að menn reiknuðu hvort eð er með að sal­an myndi drag­ast eitt­hvað sam­an næstu mánuðir á eft­ir.

„Sal­an hef­ur gengið ágæt­lega en það er al­veg ljóst að þegar að geng­is­mál­in eru eins og þau eru núna verður það til þess að menn haldi frek­ar að sér hönd­um en menn eru enn að kaupa bíla," sagði Jón Óskar.

Hann tel­ur lík­legt að verð muni hækka hjá Toyota eft­ir páska ef evr­an helst jafn há og raun ber vitni. „Þetta velt­ur allt á því sem ger­ist á næstu dög­um," sagði Jón Óskar. Hann bætti því við að sal­an væri minni en umboðið hafi áætlað út frá fyrri for­send­um, „en við við erum samt mjög sátt­ir og höf­um alls ekki orðið fyr­ir nein­um von­brigðum með sölu þegar maður horf­ir á heild­ar­mynd­ina."

Birg­ir Sig­urðsson, fjár­mála­stjóri hjá Heklu, sagði að frá ára­mót­um hefðu nýir bíl­ar hækkað um 12% en að þær hækk­an­ir væru ekki í takti við það sem fall krón­unn­ar hef­ur verið. „Við höf­um ekki náð helm­ingn­um af því inn í verðlagið og treyst­um okk­ur ekki til að setja það svo hratt inn í það, þannig að við erum að taka á okk­ur stór­an hluta af þessu, " sagði Birg­ir í sam­tali við mbl.is.

Birg­ir sagði að þessi markaður þyldi ekki stór­ar breyt­ing­ar á skömm­um tíma.

Líkt og hjá öðrum bílaum­boðum sagði Birg­ir að á þeim bæ myndu menn fylgj­ast grannt með þróun geng­is­ins á næstu dög­um og von­ast hann til að þetta gangi eitt­hvað til baka og að ró kom­ist á markaðinn.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK