Danska banka vantar peninga

Litlir danskir bankar eru í svo miklum peningavandræðum að þeir hafa beðið dönsk stórfyrirtæki um lán. Jótlandspósturinn segir, að fjármagn á alþjóðlegum peningamarmarkaði sé orðið svo dýrt og erfitt að nálgast það að litlu bankarnir ráði ekki við það.

Blaðið hefur eftir Jens Kristian Kjær Krogsgaard, fjármálastjóra Rockwool, að á síðustu mánuðum hafi sex bankar snúið sér til fyrirtækisins og spurt hvort hægt væri að fá fé að láni. „Eða réttara sagt: Þeir hafa boðið okkur háa innlánsvexti ef við leggjum peningana okkar inn hjá þeim," segir Krogsgaard. 

Hann segir, að bankar hafi oft áður boðið Rockwool ýmsa fjárhagsþjónustu til sölu. „En það er greinilegt að nú eru það ekki starfsmenn markaðsdeildanna sem hringja heldur frekar yfirmenn í fjármáladeildunum," segir  Krogsgaard sem bætir við að þessum óskum bankanna hafi verið svarað neitandi.

„Það er ekki mitt hlutverk að leggja mat á lánshæfi banka. Við viljum hafa peningana okkar á öruggum stað og við höldum okkur við þá banka, sem hafa fengið lánsfjárhæfismat hjá alþjóðlegum matsfyrirtækjum."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK