Glitnir selur skuldabréf fyrir 15 milljarða króna

Glitnir seldi breytileg skuldabréf fyrir 15 milljarða króna í lokuðu útboði til innlendra fagfjárfesta sem hófst í síðustu viku.  

Útgáfan telst til eiginfjárþáttar A og styrkir þannig eiginfjárhlutfall Glitnis umtalsvert, samkvæmt tilkynningu. Skuldabréfin breytast að fimm árum liðnum í hlutabréf í Glitni.

Útgáfa skuldabréfanna og heimild til hækkunar hlutafjár er háð samþykki hluthafafundar. Hluthafafundur verður haldinn miðvikudaginn 19. mars kl. 9:00 í höfuðstöðvum Glitnis, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK