Gríðarlegt flökt á krónunni

mbl.is

Gríðarlegt flökt er á gengi krónunnar í miklum viðskiptum og lækkaði hún um 4% fyrr í morgun frá lokagildi hennar í gær, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis.

Heldur hefur dregið úr lækkuninni á síðustu mínútum og nemur lækkun hennar 2,5%. Gengisvísitalan er nú 157,05 stig en fór hæst í 159 stig fyrr í morgun. Alls hafa verið 35 milljarða króna viðskipti á millibankamarkaði það sem af er degi.

Gengi Bandaríkjadals er nú 77,34 krónur, evran er 122,30 krónur og pundið 155,74 krónur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK